Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. ágúst 2016 16:57
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Fullkomin byrjun Guardiola heldur áfram
Sterling fagnar fyrra marki sínu í dag.
Sterling fagnar fyrra marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 1 West Ham
1-0 Raheem Sterling ('7 )
2-0 Fernandinho ('18 )
2-1 Michail Antonio ('58 )
3-1 Raheem Sterling ('90 )

Manchester City er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á West Ham.

City byrjaði leikinn hrikalega vel og sótti liðið án afláts frá fyrstu mínútu og kom það því lítið á óvart þegar Rahem Sterling kom þeim yfir eftir sendingu frá Nolito.

Fernandinho tvöfaldaði forskotið skömmu síðar en þrátt fyrir fleiri færi, var staðan 2-0 í hállfeik.

West Ham voru sterkari í seinni hálfleik og tókst þeim að gera þetta spennandi er MIchail Antonio minnkaði muninn með góðum skalla. Raheem Sterling var hins vegar aftur á ferðinni í blálokin til að tryggja City sinn þriðja deildarsigur í þrem leikjum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner