Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. ágúst 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
England í dag - Heldur Guardiola áfram að vinna?
Pep Guardiola hefur farið vel af stað hjá City.
Pep Guardiola hefur farið vel af stað hjá City.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í ensku Úrvalsdeildinni í dag.

Annars vegar mætast WBA og Middlesbrough og hins vegar Manchester City og West Ham.

Middlesbrough er nýliði í deildinni en þeir hafa farið nokkuð vel af stað og hafa unnið einn leik og gert eitt jafntefli hingað til. WBA er búið að vinna einn leik og tapa einum og má búast við hörkuleik.

Manchester City hefur farið vel af stað undir Pep Guardiola og hefur liðið unnið tvo fyrstu leiki sína hingað til. West Ham er hins vegar sterkara en oft áður og ætla þeir sér stóra hluti í ár. City þarf því að hafa sig alla við, ætli þeir sér að halda fullkomnu byrjun sinni áfram.

Leikir dagsins:
12:30 WBA - Middlesbrough (Stöð 2 Sport)
15:00 Manchester City - West Ham (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner