Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. ágúst 2016 23:31
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Kante er rottan í Chelsea
Kante var í byrjunarliðinu er Chelsea lagði Burnley að velli með þremur mörkum gegn engu.
Kante var í byrjunarliðinu er Chelsea lagði Burnley að velli með þremur mörkum gegn engu.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante er ekki búinn að ná fullkomnum tökum á enskunni eftir eitt tímabil með Leicester City.

Kante er nú orðinn leikmaður Chelsea og er strax búinn að fá viðurnefnið 'rottan' frá liðsfélaga sínum, hinum belgíska Eden Hazard.

„Við vorum að spjalla við Eden Hazard og við spurðum hann hvernig það væri að spila með þér," sagði spyrillinn við Kante eftir 30 sekúndur af sjónvarpsviðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan.

„Hann sagði að þú værir rottan, því þú hleypur um allan völlinn og gefur engum tíma á boltanum. Líst þér vel á þetta viðurnefni?"

Það tók Kante smá tíma að átta sig á spurningu fréttamannsins en sagði svo einfaldlega að hann sé ánægður svo lengi sem liðinu gengur vel.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner