Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 28. ágúst 2016 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Gummi og Matti með fimmtán stiga forystu
Gummi Tóta var í byrjunarliði Rosenborg í dag.
Gummi Tóta var í byrjunarliði Rosenborg í dag.
Mynd: Getty Images
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í efstu deildum norska boltans í dag þegar Rosenborg kom sér í fimmtán stiga forystu með góðum sigri gegn Tromsö.

Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson voru í byrjunarliði Rosenborg og kom Hólmar Örn Eyjólfsson af bekknum á 85. mínútu. Aron Sigurðarson fékk að spila átta síðustu mínúturnar fyrir Tromsö sem er þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Rúnar Kristinsson stýrði þá Lilleström til 2-2 jafnteflis gegn Viking. Þetta er þriðja jafntefli Lilleström í röð og er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Haraldur Björnsson er varamarkvörður hjá Lilleström.

Það voru einnig Íslendingar sem komu við sögu í toppbaráttu næstefstu deildar norska boltans í dag. Ingvar Jónsson var á milli stanganna er Sandefjord gerði jafntefli við Asane og þá var Steinþór Þorsteinsson í sigurliði Sandnes Ulf.

Sandefjord er í öðru sæti og Sandnes í því fjórða. Fimm stig skilja liðin að í toppbaráttunni sem er afar spennandi þegar aðeins sjö umferðir eru eftir af tímabilinu.

Efsta deild:
Rosenborg 3 - 1 Tromsö
1-0 C. Gytkjær ('21)
2-0 C. Gytkjær ('64, víti)
2-1 R. Espejord ('70)
3-1 E. Rashani ('94)
Rautt spjald: S. Moussa, Tromsö ('83)

Viking 2 - 2 Lilleström
1-0 A. Danielsen ('18)
1-1 E. Knudtzon ('20)
2-1 J. Ryerson ('62)
2-2 M. Lundemo ('83)

1. deild:
Asane 1 - 1 Sandefjord
0-1 E. Mjelde ('16)
1-1 A. Herrem ('67)

K. Oslo 1 - 3 Sandnes Ulf
0-1 K. Eriksen ('21)
0-2 P. Engblom ('26)
1-2 E. Akselsen ('43)
1-3 K. Eriksen ('45)
Athugasemdir
banner
banner