banner
   sun 28. ágúst 2016 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: FH eygir titilinn - Fylkir fékk á sig flautumark
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þremur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild karla þar sem Fylkismenn komust grátlega nálægt því að sigra Fjölni í Grafarvogi.

Alvaro Montejo Calleja gerði eina mark Fylkis í leiknum með skalla eftir hornspyrnu Ragnars Braga Sveinssonar.

Bæði lið fengu tækifæri til að bæta mörkum við leikinn og virtist stefna í dýrmætan sigur Árbæinganna þegar Ingimundur Níels Óskarsson náði að jafna gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum á 95. mínútu, með skalla eftir aukaspyrnu.

Fylkir er fjórum stigum frá öruggu sæti eftir jafnteflið á meðan Fjölnir er í þriðja sæti, níu stigum frá toppliði FH sem vann örugglega í Ólafsvík og er komið með nokkra fingur á titilinn, enda með sjö stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir.

Skagamenn unnu þá sinn þriðja leik í röð og eru komnir í fjórða sætið, en þeir fengu Víking R. í heimsókn í kvöld og lentu ekki í miklum erfiðleikum.

Fjölnir 1 - 1 Fylkir
0-1 Alvaro Montejo Calleja ('55)
1-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('95)
Meira um leikinn

Víkingur Ó. 0 - 2 FH
0-1 Atli Viðar Björnsson ('42)
0-2 Emil Pálsson ('62)
Meira um leikinn

ÍA 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('4)
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('33)
Meira um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner