Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. ágúst 2016 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Kristinn Freyr sá um 10 leikmenn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 0 KR
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('73, víti)
2-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('88)
Rautt spjald: Skúli Jón Friðgeirsson, KR ('63)

Valur mætti KR í æsispennandi lokaleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld og sigraði með tveggja marka mun.

Valsarar voru hættulegri en leikurinn var skemmtilegur og opinn þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora.

Boltinn fór þó ekki inn fyrr en í síðari hálfleik þegar KR hafði misst Skúla Jón Friðgeirsson af velli með rautt spjald, en hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk og mótmælti því hástöfum ásamt Henrik Bödker, aðstoðarþjálfara KR.

Skömmu síðar bjargaði Stefán Logi Magnússon KR-ingum með frábærri markvörslu áður en Morten Beck var dæmdur brotlegur eftir að Andri Adolphsson féll innan vítateigs.

Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnunni og voru heimamenn nálægt því að innsigla sigurinn tíu mínútum síðar þegar Stefán Logi varði meistaralega frá Sigurði Agli Lárussyni.

Kristinn Freyr innsiglaði svo sigurinn stuttu eftir vörsluna með marki eftir frábært einstaklingsframtak þar sem hann lét Finn Orra Margeirsson líta illa út í vörn gestanna.

Meira var ekki skorað og voru KR-ingar brjálaðir að leikslokum og hópuðust að Guðmundi Ársæli Guðmundssyni dómara.
Athugasemdir
banner
banner