Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 28. ágúst 2016 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Þróttur náði jafntefli í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 1 Þróttur R.
1-0 Elvar Ingi Vignisson ('9)
1-1 Aron Þórður Albertsson ('72)
Meira um leikinn

ÍBV átti mjög góðan fyrri hálfleik þegar Þróttur R. kíkti í heimsókn í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi-deildinni.

Eyjamenn skoruðu snemma leiks en náðu ekki að bæta við öðru marki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fram að leikhléi.

Gestirnir komu mun sterkari inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu á 70. mínútu þegar Derby Rafael Carrillo, markvörður ÍBV, missti skot frá Aroni Þórði Albertssyni í gegnum klofið á sér.

Bæði lið fengu tækifæri til að pota inn sigurmarki en það hafðist ekki og ljóst að Þróttarar þurfa að vinna upp tíu stig í fimm síðustu umferðum tímabilsins til að halda sér uppi. ÍBV er fjórum stigum fyrir ofan fallsæti og Þróttur er á botninum, níu stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner