Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. ágúst 2016 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling: Pep skammar mig fyrir að taka menn ekki á
Sterling lék á Adrian og rúllaði boltanum í netið úr þröngu færi.
Sterling lék á Adrian og rúllaði boltanum í netið úr þröngu færi.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling skoraði tvö af þremur mörkum Manchester City í 3-1 sigri á West Ham í dag.

Sterling var líflegur í leiknum og gerði mjög vel í báðum mörkunum, sérstaklega því seinna þar sem hann lék á Adrian í marki Hamranna áður en hann kláraði laglega úr þröngu færi.

„Við erum með leikmenn sem eru góðir í þríhyrningsspili og að finna réttar hlaupaleiðir," sagði Sterling.

„Við áttum frábæra sókn í fyrsta markinu og ég var í góðri stöðu til að skora. Í seinna markinu gat ég sent eða skotið og ákvað að skjóta því mér fannst það betri valkostur. Ég hefði verið húðskammaður af strákunum hefði ég skotið í stöngina í stað þess að senda boltann út í teig."

Sterling var að lokum spurður hvort honum liði eins og hann væri endurfæddur undir stjórn Pep Guardiola.

„Fyrsta tímabil mitt hjá nýju félagi var erfitt en Pep Guardiola er búinn að gefa mér mikið sjálfstraust. Hann hvetur mig til að sækja framar á völlinn og hefur skammað mig fyrir að taka menn of sjaldan á."
Athugasemdir
banner
banner
banner