Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 28. ágúst 2016 18:14
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dramatík í Berlín - Góð frumraun hjá Leipzig
Julian Schieber skoraði sigurmarkið gegn svekktum leikmönnum Freiburg.
Julian Schieber skoraði sigurmarkið gegn svekktum leikmönnum Freiburg.
Mynd: Getty Images
Síðustu tveimur leikjum fyrstu umferðar þýsku deildarinnar lauk í dag þar sem Hertha Berlin byrjaði daginn á afar dramatískum sigri gegn Freiburg áður en Hoffenheim gerði jafntefli við nýliða RB Leipzig.

Hertha Berlin var betri aðilinn gegn Freiburg og kom Vladimir Darida heimamönnum yfir eftir rúmlega klukkustund.

Hertha virtist vera að sigla sigrinum í höfn þangað til Nicolas Hofler jafnaði á 93. mínútu við mikilla gleði samherja sinna. Gleðin var þó stuttlíf því Julian Schieber gerði sigurmark fyrir heimamenn á 95. mínútu og tryggði þannig verðskulduð þrjú stig.

Það var einnig nóg um dramatík þegar nýliðar Leipzig sýndu frábæra spilamennsku og voru vaðandi í færum á útivelli gegn Hoffenheim.

Staðan var 1-1 þegar Mark Uth kom Hoffenheim yfir á 83. mínútu, en Marcel Sabitzer jafnaði fyrir gestina á lokamínútunum.

Hertha Berlin 2 - 1 Freiburg
1-0 V. Darida ('62)
1-1 N. Hofler ('93)
2-1 J. Schieber ('95)

Hoffenheim 2 - 2 Leipzig
1-0 L. Rupp ('55)
1-1 D. Kaiser ('58)
2-1 M. Uth ('83)
2-2 M. Sabitzer ('90)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner