Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. september 2016 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Sturluð endurkoma Newcastle gegn Norwich
Dwight Gayle, hetja Newcastle
Dwight Gayle, hetja Newcastle
Mynd: Getty Images
Það trylltist allt þegar Gayle setti sigurmarkið
Það trylltist allt þegar Gayle setti sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Newcastle 4 - 3 Norwich
1-0 Dwight Gayle ('24 )
1-1 Graham Dorrans ('44 , víti)
1-2 Cameron Jerome ('52 )
1-3 Jacob Murphy ('69 )
2-3 Dwight Gayle ('71 )
3-3 Yoan Gouffran ('90 )
4-3 Dwight Gayle ('90 )

Það var einn leikur sem fram fór í Championship-deildinni á Englandi í kvöld. Leikurinn var mikið fyrir augað, en hann var á milli tveggja liða sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili, Newcastle og Norwich.

Bæði lið hafa farið fínt af stað á þessu tímabili, með sigri gat Newcastle komist upp að Norwich í þriðja sæti deildarinnar og það var akkúrat það sem þeir gerðu.

Sóknarmaðurinn Dwight Gayle kom Newcastle yfir um miðjan fyrri hálfleikinn, en stuttu fyrir leikhlé þá jafnaði Graham Dorrans úr vítaspyrnu. Cameron Jerome og Jacob Murphy breyttu svo stöðunni í 3-1 með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum, það seinna kom á 69. mínútu.

Newcastle var þarna komið í erfiða stöðu, en þeir létu það ekki á sig fá. Dwight Gayle minnkaði muninn stuttu eftir mark Murphy og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði hinn franski Yoan Gouffran fyrir Newcastle.

Allt trylltist á St. James' Park og það varð ekkert rólegra þegar Dwight Gayle skoraði mínútu síðar og tryggði heimamönnum sigurinn. Ótrúlegur viðsnúningur og núna eru Newcastle-menn komnir með 19 stig í þriðja sæti deildarinnar. Norwich er í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner