Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. september 2016 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Walcott sá um Birki og félaga - Jafnt hjá City
Arsenal-menn gátu fagnað í kvöld
Arsenal-menn gátu fagnað í kvöld
Mynd: Getty Images
Af hliðarlínunni hjá Manchester City og Celtic
Af hliðarlínunni hjá Manchester City og Celtic
Mynd: Getty Images
Marki Ferreira-Carrasco fagnað
Marki Ferreira-Carrasco fagnað
Mynd: Getty Images
Nú er 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Það voru átta leikir sem fram fóru í kvöld og þar voru nokkur úrslit sem komu mönnum á óvart.

Theo Walcott hefur verið að finna sig á þessu tímabili og hann setti bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri gegn Birki Bjarnasyni og félögum í Basel frá Sviss. Birkir spilaði 79 mínútur, en það var athyglisvert að sjá Xhaka-bræðurna, þá Granit og Taluant kljást í annað skipti á stuttum tíma.

Franska stórliðið Paris Saint-Germain vann Ludogorets með þremur mörkum gegn engu í sama riðli og því eru Arsenal og PSG bæði með fjögur stig eftir þessa tvo leiki sem eru búnir.

Barcelona lenti í kröppum dansi gegn Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi þar sem Thorgan Hazard kom heimamönnum yfir á 34. mínútu. Börsungar komu hinsvegar til baka í seinni hálfleiknum, en það voru Arda Turan og Gerard Pique sem skoruðu mörkin í 2-1 sigri Barcelona í þessum leik.

Pep Guardiola og hans menn í Manchester City leika í sama riðli og Barcelona, en þeir heimsóttu Celtic í kvöld. Flestir bjuggust við þægilegum sigri City-manna, en svo varð ekki. Celtic komst þrisvar yfir í leiknum, en það var hins vegar ekki nóg þar sem City kom alltaf til baka og að lokum fór svo að liðin skildu jöfn, 3-3 á Celtic Park í Glasgow.

Að lokum ber svo að nefna það að Yannick Ferreira-Carrasco tryggði Atletico Madrid heimasigur gegn Bayern München, en þetta var fyrsta tap Carlo Ancelotti með Bayern í alvöru fótboltaleik.

Besiktas gerði jafntefli við Dynamo Kiev og sömu sögu má segja af Rostov og PSV og þá vann Napoli á heimavelli gegn Benfica. Napoli komst í 4-0, en Benfica náði að minnka það niður og lokatölur 4-2 á Ítalíu.

A-riðill:
Ludogorets 1 - 3 Paris Saint Germain
1-0 Natanael ('16 )
1-1 Blaise Matuidi ('41 )
1-2 Edinson Cavani ('56 )
1-2 Cosmin Moti ('59 , Misnotað víti)
1-3 Edinson Cavani ('60 )

Arsenal 2 - 0 Basel
1-0 Theo Walcott ('7 )
2-0 Theo Walcott ('26 )

B-riðill
Besiktas 1 - 1 Dynamo K.
1-0 Ricardo Quaresma ('29 )
1-1 Viktor Tsygankov ('65 )

Napoli 4 - 2 Benfica
1-0 Marek Hamsik ('20 )
2-0 Dries Mertens ('51 )
3-0 Arkadiusz Milik ('54 , víti)
4-0 Dries Mertens ('58 )
4-1 Goncalo Guedes ('70 )
4-2 Eduardo Salvio ('86 )

C-riðill
Borussia M. 1 - 2 Barcelona
1-0 Thorgan Hazard ('34 )
1-1 Arda Turan ('65 )
1-2 Gerard Pique ('74 )

Celtic 3 - 3 Manchester City
1-0 Moussa Dembele ('3 )
1-1 Fernandinho ('12 )
2-1 Raheem Sterling ('20 , sjálfsmark)
2-2 Raheem Sterling ('28 )
3-2 Moussa Dembele ('47 )
3-3 Nolito ('55 )

D-riðill
Atletico Madrid 1 - 0 Bayern
1-0 Yannick Ferreira-Carrasco ('35 )

Rostov 2 - 2 PSV
1-0 Dmitriy Poloz ('8 )
1-1 Davy Propper ('14 )
2-1 Dmitriy Poloz ('37 )
2-2 Luuk de Jong ('45 )
2-2 Davy Propper ('57 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner