Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. september 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho segir Mata passa betur hjá Man Utd en Chelsea
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að Juan Mata passi betur inn í lið Manchester United heldur en liðið hjá Chelsea á sínum tíma.

Mourinho seldi Mata frá Chelsea til United á 37,1 milljón punda árið 2014 en Spánverjinn átti þá ekki fast sæti í byrjunarliðinu.

Mata hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabils hjá United en hann var frábær í 4-1 sigrinum á Leicester um helgina þar sem hann fékk að spila framarlega á miðjunni í stað Wayne Rooney.

„Fyrst af öllu, þá seldi ég hann ekki. Mitt starf er ekki að kaupa og selja. Mitt starf er að þjálfa, vinna á vellinum og ráðleggja stjórninni varðandi félagaskipti," sagði Mourinho.

„Í öðru lagi þá óskaði Juan eftir því að fara og þegar leikmaður vill fara þá held ég að þú verðir alltaf að hugsa þig tvisvar um."

„Í þriðja lagi er mín hugmyndafræði hjá Chelsea einn hlutur, en hópurinn sem ég er með hjá United og það sem ég þarf að gera hjá þessu félagi er allt öðruvísi. Juan í verkefni mínu hjá Chelsea er einn leikmaður en Juan í verkefni mínu hjá Man United er annar hlutur."

Athugasemdir
banner
banner
banner