Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
N'Koudou hrósaði eigin frammistöðu á Twitter
N'Koudou er 21 árs gamall kantmaður sem kom frá Marseille, þar sem hann gerði 5 mörk í 28 deildarleikjum á síðasta tímabili.
N'Koudou er 21 árs gamall kantmaður sem kom frá Marseille, þar sem hann gerði 5 mörk í 28 deildarleikjum á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Georges-Kevin N'Koudou, ungur kantmaður Tottenham, fékk rúmlega 20 mínútur gegn CSKA frá Moskvu í Meistaradeildinni í gær.

N'Koudou kom inná á 67. mínútu í 1-0 sigri í Rússlandi og er Tottenham í öðru sæti E-riðils eftir tap gegn Monaco í fyrstu umferð.

Opinber aðgangur Tottenham á Twitter spurði fylgjendur sína hvernig þeim hafi litist á frammistöðu N'Koudou gegn CSKA.

Meðal þeirra sem svöruðu er N'Koudou sjálfur, sem sagðist vera afar sáttur með eigin frammistöðu og telur sjálfan sig vera ansi efnilegan.

„N'Koudou spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í Moskvu! Hversu góður fannst ykkur hann vera í síðari hálfleik? #COYS" tísti félagið.

„Já ég er mjög hrifinn hvílíkur leikmaður sem þetta gæti orðið," svaraði N'Koudou og bætti fjórum hláturstjáknum við.









Athugasemdir
banner
banner