mið 28. september 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nigel Pearson verður líklega rekinn í dag
Mynd: Getty Images
Derby County er líklega að fara að reka Nigel Pearson úr stjórastólnum í dag eftir að hann var settur í agabann fyrir leik Derby gegn Cardiff City í gærkvöldi.

Pearson stýrði liðinu ekki á útivelli gegn Cardiff en Derby vann þrátt fyrir það með tveggja marka mun. Aron Einar Gunnarsson var ekki með Cardiff vegna meiðsla.

Ástæðan fyrir agabanninu er rifrildi milli Pearson og Mel Morris, sem er eigandi Derby. Mennirnir rifust um gengi félagsins, sem er með 9 stig eftir 10 umferðir, og var Pearson í kjölfarið settur í agabann.

Derby er félag sem stefnir á að komast í Úrvalsdeildina en skelfileg byrjun á tímabilinu og slæm viðbrögð Pearson er blanda sem mun að öllum líkindum kosta stjórann starf sitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner