Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. september 2016 09:26
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam útilokar ekki endurkomu í fótboltann
Stóri Sam.
Stóri Sam.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce útilokar ekki að snúa aftur til starfa í fótboltanum í framtíðinni. Allardyce hætti í gær sem landsliðsþjálfari Englands eftir einungis 67 daga í starfi.

Rannsóknarblaðamenn frá Telegraph sátu fundi með Allardyce í síðasta mánuði þar sem þeir þóttust vera erlendir viðskiptamenn. Allardyce sagði marga mjög óheppilega hluti en blaðamennirnir tóku allt samtalið upp.

Hinn 61 árs gamli Allardyce var á leið í frí þegar fjölmiðlamenn náðu tali af honum í morgun. Aðspurður hvort að þetta hafi verið síðasta starf hans á ferlinum sagði hinn 61 árs gamli Allardyce: „Hver veit? Við verðum að bíða og sjá."

„Því miður voru þetta mistök af minni hálfu og ég hef tekið afleiðingunum," sagði Stóri Sam.

Sam óskaði enska landsliðinu alls hins besta í framtíðinnien Gareth Southgate hefur nú tekið tímabundið við liðinu fyrir næstu fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner