Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2016 15:15
Magnús Már Einarsson
Ellert Hreins mögulega á förum frá Breiðabliki
Ellert Hreinsson.
Ellert Hreinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Ellert Hreinsson gæti verið á förum frá Breiðabliki en samningur hans við félagið rann út á dögunum.

Ellert hefur rætt bæði við félög í Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni.

„Ég er bæði búinn að funda með Blikunum og öðrum liðum og ég ætla að skoða mín mál. Það eru alveg líkur á að ég færi mig til," sagði Ellert við Fótbolta.net í dag.

„Ég fór beint eftir tímabilið erlendis og var að koma heim. Ég er því á hálfgerðum byrjunarreit með þetta."

Hinn þrítugi Ellert skoraði eitt mark í fimmtán leikjum með Blikum en hann átti ekki fast sæti í byrjunarliðinu.

Ellert er uppalinn Bliki en hann spilaði einnig með Víkingi Ólafsvík 2006 og 2007 sem og Stjörnunni frá 2008 til 2012.
Athugasemdir
banner
banner