Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. október 2016 14:45
Magnús Már Einarsson
Félög í Pepsi-deildinni berjast um Jósef
Jósef Kristinn Jósefsson var fyrirliði Grindvíkinga í sumar.
Jósef Kristinn Jósefsson var fyrirliði Grindvíkinga í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jósef Kristinn Jósefsson, fyrirliði vinstri bakvörður Grindvíkinga, er ekki búinn að ákveða hvar hann spilar næsta sumar. Hinn 27 ára gamli Jósef er samningslaus en Grindvíkingar eru að reyna að ganga frá nýjum samningi við hann.

Tvö önnur félög í Pepsi-deildinni hafa áhuga á að fá Jósef í sínar raðir en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég ætla að ákveða mig áður en fyrsta vikan í nóvember líður," sagði Jósef við Fótbotla.net í dag.

Jósef hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur í áraraðir en í sumar var hann valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni og var einungis einu atkvæði frá því að fá fullt hús í þessu vali fyrirliða og þjálfara í deildinni.

Jósef hefur leikið með Grindavík allan sinn feril fyrir utan hluta árs 2011 þegar hann var á mála hjá Chernomorets Burgas í Búlgaríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner