Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2016 16:02
Elvar Geir Magnússon
Giggs: Gott fyrir Liverpool að Gerrard fór
Gerrard spjallar við Klopp.
Gerrard spjallar við Klopp.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs telur að það hafi hjálpað Liverpool að Steven Gerrard fór frá félaginu. Gerrard var 18 ár hjá Liverpool en færði sig yfir til Banfaríkjanna fyrir ári síðan og gekk í raðir LA Galaxy.

Liverpool komst í úrslit deildabikarsins og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili sem var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og hefur á þessu tímabili leikið ákaflega vel.

Giggs sá hvernig leikmenn stigu upp þegar Roy Keane yfirgaf Manchester United 2005 og telur að svipaðir hlutir séu að gerast á Anfield núna.

„Brotthvarf Gerrard hefur neytt aðra til að fylla hans skarð og stundum getur það gert liði gott að fókusinn fari af einhverjum einum einstaklingi," segir Giggs.

„Gerrard virtist alltaf vera mest áberandi aðilinn hjá félaginu sama hver var knattspyrnustjóri. Nú þegar hann er farinn er Klopp maðurinn. Gerrard var frábær leikmaður en að hann sé farinn hefur breytt „dínamíkinni" hjá Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner