fös 28. október 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Íslensk félög fá 106 milljónir frá UEFA og KSÍ
56 milljónir skiptast á milli liða í Pepsi-deildinni.  Sú upphæð á að renna til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.
56 milljónir skiptast á milli liða í Pepsi-deildinni. Sú upphæð á að renna til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjölnir og KR fá tæpar 4,7 milljónir í barna og unglingastarfið eins og önnur félög í Pepsi-deildinni.
Fjölnir og KR fá tæpar 4,7 milljónir í barna og unglingastarfið eins og önnur félög í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og Þór fá 2,1 milljón króna eins og önnur félög í Inkasso-deildinni.
HK og Þór fá 2,1 milljón króna eins og önnur félög í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2015/2016 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.

Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2016 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 56 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs. Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna – og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild. Framlag UEFA skiptist því á milli félaga í Pepsi-deild karla.

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 51 milljónir króna til viðbótar til barna-og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda. Samþykkt stjórnar KSÍ byggir á samráði við aðildarfélögin og almennri sátt um skiptingu fjármunanna. Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Samtals er því framlag til barna- og unglingastarfs fyrir árið 2016 áætlað um 107 milljónir króna.

UEFA setur eftirfarandi skilyrði fyrir greiðslu sinni til félaga í Pepsi-deild karla:
1. Greiðslan fer í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband.
2. Aðeins félög sem leika í efstu deild og uppfylla lágmarks kröfur leyfiskerfis viðkomandi knattspyrnusambands varðandi barna- og unglingastarf geta fengið greiðslu.
3. Fjárhæðin skiptist á milli félaganna samkvæmt ákvörðun stjórnar viðkomandi sambands.
4. Félög sem tóku þátt í Meistaradeild UEFA 2016/2017 skulu ekki fá hlutdeild í þessari greiðslu.

Í samræmi við ofangreind skilyrði ákvað stjórn KSÍ að framlag UEFA rynni til þeirra félaga sem léku í Pepsi-deild karla árið 2016 en í þeirri deild hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf).

Hér að neðan má sjá upphæðirnar sem félögin fá.

Lesa meira um málið á vef KSÍ

Pepsi-deild karla
Breiðablik 4.688.947
FH 4.688.947
Fylkir 4.688.947
Fjölnir 4.688.947
ÍA 4.688.947
ÍBV 4.688.947
KR 4.688.947
Stjarnan 4.688.947
Valur 4.688.947
Víkingur Ó 4.688.947
Víkingur R 4.688.947
Þróttur R 4.688.947

1. deild karla
Fram 2.100.000
Grindavík 2.100.000
Haukar 2.100.000
HK 2.100.000
KA 2.100.000
Keflavík 2.100.000
Leiknir F 2.100.000
Leiknir R 2.100.000
Selfoss 2.100.000
Þór 2.100.000

2. deild karla
Afturelding 1.400.000
Vestri 1.400.000
Grótta 1.400.000
Höttur 1.400.000
ÍR 1.400.000
KF 1.400.000
Magni 1.400.000
Sindri 1.400.000
Völsungur 1.400.000
Ægir 1.400.000

Önnur félög í deildarkeppni og sameiginleg lið í efri deildum - þátttaka í KSÍ mótum (bæði kyn)
Dalvík 1.000.000
Einherji 1.000.000
Reynir S 1.000.000
Tindastóll 1.000.000
Víðir 1.000.000
Þróttur V 1.000.000
Álftanes 1.000.000
Hamar 1.000.000
Skallagrímur 1.000.000
Snæfell 1.000.000
Kormákur 1.000.000
Hvöt 1.000.000
Austri 1.000.000
Valur Rfj 1.000.000
Þróttur N 1.000.000
Samtals: 106.267.364
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner