Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Kristján Bernburg: Spurður í hálft ár hvenær Rúnar kæmi
Rúnar tók við Lokeren í dag.
Rúnar tók við Lokeren í dag.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
„Það er óvenjulega mikil eftirvænting hjá öllum að fá Rúnar. Áhorfendur eru búnir að spyrja mig síðasta hálfa árið hvenær hann kæmi að taka við liðinu," sagði Kristján Bernburg við Fótbolta.net í dag.

Kristján hefur búið í Belgíu um árabil og fylgst vel með liði Lokeren. Rúnar Kristinsson var í morgun ráðinn þjálfari Lokeren en liðið er í 13. sæti af 16 liðum í belgísku úrvalsdeildinni.

„Ég held að flestir hafi trú á að hann geti bjargað Lokeren frá falli og komið þeim á rétta braut."

„Ég fann það á fréttamannafundinum núna áðan að forseti Lokeren hefur trú á að Rúnar geti snúið dæminu við. Það voru margir sem sóttu um stöðuna en hann varð fyrir valinu vegna þess að hann hefur sýnt sem leikmaður og þjálfari að hann nær árangri með fallegri knattspyrnu."

Arnar Þór Viðarsson verður aðstoðarmaður Rúnars. Arnar hefur verið þjálfari varaliðs Lokeren en hann og Rúnar spiluðu saman með liðinu frá 2000 til 2006.

„Það er líka mikil ánægja með Arnar Viðarsson. Hann var að fá Pro liecence þjálfaragráðu og að hafa þá saman er frábært. Þeir munu vinna vel saman og ekki vera að stinga hvorn annan í bakið eins og oft vill verða."

„Arnar hefur alltaf haft mikið fyrir hlutunum og þurft að leggja hart að sér í öllu sem hann hefur gert. Hann hefur náð frábærum árangri með varalið Lokeren. Þeir eru í þriðja sæti með bara unga pilta í liðinu. Þeir munu ná tökum á þessu, það er mín trú,"
sagði Kristján.

Sjá einnig:
Rúnar Kri: Sama þótt ég tæki við af Ferguson eða Mourinho
Arnar Viðars verður aðstoðarmaður Rúnars (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner