Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2016 09:46
Magnús Már Einarsson
Rekinn úr landsliðinu fyrir að prumpa á þjálfarann
Rantie spilaði áður með Bournemouth.
Rantie spilaði áður með Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Tokelo Rantie hefur verið rekinn úr landsliði Suður-Afríku fyrir að prumpa á þjálfarann Eprhaim Mashaba.

Hinn 26 ára gamli Rantie girti niður um sig og prumpaði á Mashaba í landsliðsferð á dögunum.

Rantie var um leið rekinn heim fyrir athæfi sitt.

Mashaba þjálfari hafði staðfest á dögunum að Rantie hefði verið rekinn úr landsliðinu en hann vildi ekki gefa upp ástæðu þess.

Ástæðan hefur nú komið fram og útlit er fyrir að Rantie spili ekki landsleiki á næstunni þrátt fyrir að vera í fínu stuði með félagsliði sínu Genclerbirligi í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner