fös 28. október 2016 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ronaldo: Zidane hjálpaði mér að eiga mína bestu leiktíð
Ronaldo og Zidane eru miklir mátar
Ronaldo og Zidane eru miklir mátar
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo segir Zinedine Zidane, þjálfara sinn hjá Real Madrid, eigi mikinn þátt í að hann átti eina sína allra bestu leiktíð á ferlinum á síðasta tímabili.

Zidane tók við af Rafa Benitez í janúar og varð félagið Evrópumeistari eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleiknum.

Ronaldo skoraði 51 mark á síðustu leiktíð og þar af 16 í Meistaradeildinni ásamt því að hann vann EM með Portúgal.

„Zinedine Zidane var frábær á síðustu leiktíð. Við byrjuðum ekki vel en hann kom og átti stóran þátt í að ég átti eina bestu lítið mína á ferlinum. Okkur gekk vel í deildinni og unnum Meistaradeildina."

„Þetta var frábær leiktíð fyrir mig og rétti þjálfarinn getur haft mikil áhrif á mann," sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner