banner
banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W 3 - 1 SK Brann W
PSG (kvenna) 0 - 0 Hacken W
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 2 - 3 Cote dIvoire U-16
Czech Republic U-16 1 - 2 Mexico U-16
France U-16 6 - 2 Saudi Arabia U-16
Japan U-16 2 - 1 Wales U-16
fös 28.okt 2016 13:05 Mynd: Fótbolti.net
Magazine image

Rúnar Kri: Sama þótt ég tæki við af Ferguson eða Mourinho

„Þetta gerðist mjög hratt. Þjálfarinn var rekinn aðfaranótt þriðjudags og ég fékk símtal seinnipart miðvikudags þar sem ég var beðinn um að koma til Belgíu eins fljótt og ég gæti," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við Fótbolta.net í dag eftir að hann skrifaði undir samning sem þjálfari Lokeren.

Rúnar á fréttamannafundi hjá Lokeren í dag.
Rúnar á fréttamannafundi hjá Lokeren í dag.
Mynd/Kristján Bernburg
„Auðvitað vonaði maður ekki að liðið myndi tapa og þjálfarinn yrði rekinn en hlutirnir eru fljótir að gerast.  Það er mín lukka að annar maður var rekinn en það var líka lukka fyrir annan mann að ég var rekinn frá Lilleström.
„Auðvitað vonaði maður ekki að liðið myndi tapa og þjálfarinn yrði rekinn en hlutirnir eru fljótir að gerast. Það er mín lukka að annar maður var rekinn en það var líka lukka fyrir annan mann að ég var rekinn frá Lilleström.
Mynd/Kristján Bernburg
,,Það er sama hvort ég hefði verið að taka við af Ferguson, Mourinho eða einhverjum litlum þjálfara þá er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta, breyta og laga.
,,Það er sama hvort ég hefði verið að taka við af Ferguson, Mourinho eða einhverjum litlum þjálfara þá er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta, breyta og laga.
Mynd/Ingólfur Hannes Leósson
,,Ég gerði fullt af mistökum en líka fullt af góðum hlutum.  Maður lærir alla tíð en á endanum er maður dæmdur á úrslitum.  Ef úrslitin ganga ekki og við sigrum ekki leiki þá eru menn fljótir að rísa upp á afturfæturnar og gefa manni sparkið.
,,Ég gerði fullt af mistökum en líka fullt af góðum hlutum. Maður lærir alla tíð en á endanum er maður dæmdur á úrslitum. Ef úrslitin ganga ekki og við sigrum ekki leiki þá eru menn fljótir að rísa upp á afturfæturnar og gefa manni sparkið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,2010 tók ég við KR út keppnistímabilið og ætlaði að sjá hvernig mér myndi líka starfið.  Eftir það tímabil ákvað ég að gera þetta á fullu og fór að sækja mér Pro licence sem er æðsta gráðan í þjálfun.  Ástæðan fyrir því að vildi gera þetta er að ég vildi komast út.  Ég vildi þjálfa fyrst á Íslandi í nokkur ár og eiga möguleika á að komast að erlendis ef það myndi ganga vel og gera þetta að framtíðarstarfi.
,,2010 tók ég við KR út keppnistímabilið og ætlaði að sjá hvernig mér myndi líka starfið. Eftir það tímabil ákvað ég að gera þetta á fullu og fór að sækja mér Pro licence sem er æðsta gráðan í þjálfun. Ástæðan fyrir því að vildi gera þetta er að ég vildi komast út. Ég vildi þjálfa fyrst á Íslandi í nokkur ár og eiga möguleika á að komast að erlendis ef það myndi ganga vel og gera þetta að framtíðarstarfi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hef fulla trú á sjálfum mér að geta snúið þessu við og ég hef metnað fyrir því að gera vel og koma liðinu ofar í töflunni.  Fyrsta verk er að komast úr fallbaráttunni og í miðja deild.  Við viljum fara inn í topp tíu, það er markmiðið.
,,Ég hef fulla trú á sjálfum mér að geta snúið þessu við og ég hef metnað fyrir því að gera vel og koma liðinu ofar í töflunni. Fyrsta verk er að komast úr fallbaráttunni og í miðja deild. Við viljum fara inn í topp tíu, það er markmiðið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi þá ekki að ég væri nánast einn um starfið. Ég pakkaði niður í tösku og pantaði flugmiða fram og til baka þannig að ég ætlaði heim í dag," sagði Rúnar og hló. „Ég breytti flugmiðanum svo ég fer heim á sunnudaginn áður en ég kem aftur hingað á þriðjudaginn."

Rúnar segir að samningaviðræðurnar hafi gengið hratt fyrir sig. „Við gengum frá öllum samningum um leið og ég kom. Við gengum frá þessu strax í gær en þurftum að bíða þangað til í dag með að klára pappírsvinnu og skrifa undir. Það var gert fyrir hádegi og í kjölfarið var blaðamannafundur."

Hefur áður fengið fyrirspurnir frá Lokeren
Rúnar var rekinn frá norska félaginu Lilleström fyrir rúmum mánuði en hann var ekki lengi án starfs. Rúnar segist ekki hafa búist við að fá nýtt starf svo fljótt.

„Maður átti ekki von á því en hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum fótboltaheimi. Þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar. Ég hef verið viðloðandi þennan klúbb í mörg ár og hef fengið fyrirspurnir frá Lokeren áður. Þá ekki um að vera aðalþjálfari heldur þjálfa varaliðið og annað slíkt. Maður hefur átt góð samskipti við þá og vissi hvernig staðan væri."

„Auðvitað vonaði maður ekki að liðið myndi tapa og þjálfarinn yrði rekinn en hlutirnir eru fljótir að gerast. Það er mín lukka að annar maður var rekinn en það var líka lukka fyrir annan mann að ég var rekinn frá Lilleström. Svona er þetta í fótboltanum, þetta er harður heimur og líftíminn er ekki langur."

Sama þótt fyrrum þjálfari hefði verið Ferguson eða Mourinho
Rúnar spilaði með Lokeren frá 2000 til 2007 og þekkir því vel til hjá félaginu. „Kóngurinn er kominn aftur" skrifaði Lokeren á Twitter þegar Rúnar var kynntur í morgun.

„Ég er ekki búinn að hitta alla stuðningsmenina en maður heyrir að það eru margir glaðir og það er góðs viti. Það er kannski ástæðan fyrir því að maður er hérna. Maður sáði fræum og fékk hrós fyrir það sem maður var að gera. Menn voru ánægðir með mig sem leikmann á sínum tíma og það telur í dag," sagði Rúnar sem hefur fylgst með sínu gamla félagi í gegnum árin.

„Ég hef alltaf fylgst með Lokeren og hverjir eru þjálfarar. Það er erfiðara að fylgjast með leikmannahópnum því hann breytist hratt. Ég hef reynt að horfa á einn og einn leik undanfarið."

„Ég þekki ekki alla leikmennina með nafni ennþá en það kemur fljótt. Ég nýti næstu daga í að kynna mér nöfnin á þeim. Síðan þarf maður að kynnast karakterunum. Hverjir þurfa að fá klapp á bakið, hverjir þurfa aðeins að fá að heyra það meira og hverjir þurfa að æfa betur."

„Það er fullt af hlutum sem þarf að laga og það er það hjá öllum fótboltaliðum. Það er sama hvort ég hefði verið að taka við af Ferguson, Mourinho eða einhverjum litlum þjálfara þá er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta, breyta og laga. Þú vilt aðlaga hlutina að þinni hugmyndafræði og gera þetta á þinn hátt."

„Maður gerir það ekki bara í dag og á morgun. Ég þarf næstu vikur til að gera smávægilegar breytingar og svo sjáum hvort þær heppnist og gangi upp. Maður verður að standa og falla með því."

Stefndi alltaf á að þjálfa erlendis
Rúnar segist hafa ákveðið snemma á þjálfaraferlinum að hann vildi starfa á erlendri grundu. Hann er nú að fara inn í sitt annað þjálfarastarf erlendis.

„2010 tók ég við KR út keppnistímabilið og ætlaði að sjá hvernig mér myndi líka starfið. Eftir það tímabil ákvað ég að gera þetta á fullu og fór að sækja mér Pro licence sem er æðsta gráðan í þjálfun. Ástæðan fyrir því að vildi gera þetta er að ég vildi komast út. Ég vildi þjálfa fyrst á Íslandi í nokkur ár og eiga möguleika á að komast að erlendis ef það myndi ganga vel og gera þetta að framtíðarstarfi."

„Ég tel mig hafa tekið gott skref með því að fara til Lilleström. Maður þarf ekki alltaf að taka stór skref, það er oft betra að taka lítil skref. Ég er búinn að læra fullt á að vera þar og tek það með mér hingað. Ég gerði fullt af mistökum en líka fullt af góðum hlutum. Maður lærir alla tíð en á endanum er maður dæmdur á úrslitum. Ef úrslitin ganga ekki og við sigrum ekki leiki þá eru menn fljótir að rísa upp á afturfæturnar og gefa manni sparkið."


Markmiðið að komast inn í topp tíu
Lokeren er í 13. sæti af 16 liðum í belgísku úrvalsdeildinni en Rúnar er bjartsýnn á að geta rifið liðið upp töfluna.

„Eftir að hafa rætt við Arnar, aðstoðarmennina hér og þá sem stjórna klúbbnum þá finnst öllum liðið vera betra en það hefur sýnt. Það eru einstaka punktar sem við þurfum að vinna í og laga. Markmið okkar núna er að gera það. Ég hef fulla trú á sjálfum mér að geta snúið þessu við og ég hef metnað fyrir því að gera vel og koma liðinu ofar í töflunni. Fyrsta verk er að komast úr fallbaráttunni og í miðja deild. Við viljum fara inn í topp tíu, það er markmiðið," sagði Rúnar að lokum.

Sjá einnig:
Arnar Viðars verður aðstoðarmaður Rúnars (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner