Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2016 16:15
Magnús Már Einarsson
U17 á leið áfram eftir sigur á Færeyjum
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði.
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 4 - 0 Færeyjar
1-0 Sólveig Larsen Jóhannesdóttir ('34)
2-0 Hlín Eiríksdóttir ('42)
3-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('47)
4-0 Hlín Eiríksdóttir ('80)

U17 ára landslið kvenna sigraði Færeyjar örugglega 4-0 í undankeppni EM í dag en leikið var í Írlandi.

Hlín Eiríksdóttir úr Val skoraði tvö mörk og Alexandra Jóhannsdóttir úr Haukum og Sólveig Larsen Jóhannesdóttir úr Breiðabliki skoruðu sitt markið hvor.

Íslensku stelpurnar unnu Hvíta-Rússland einnig 4-0 fyrr í vikunni.

Tvö lið fara áfram í milliriðla og því þarf mikið að ganga á í riðlinum ef Ísland á að missa af sæti þar.

Íslenska liðið mætir heimastúlkum í Írlandi í síðasta leik á mánuadg en það verður væntanlega úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner