Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2016 12:51
Magnús Már Einarsson
Valur að kaupa Sindra
Sindri Björnsson í leik með Val í sumar.
Sindri Björnsson í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er nálægt því að ganga frá kaupum á miðjumanninum Sindra Björnssyni hjá Leikni R. samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Sindri var í láni hjá Val fyrri hlutann á síðasta tímabili en hann spilaði samtals níu leiki í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum.

Sindri fór síðan aftur í Leikni R. þar sem hann spilaði níu leiki í Inkasso-deildinni síðari hluta tímabils.

Hinn 21 árs gamli Sindri spilaði fimm leiki með U21 árs landsliðinu í undankeppni EM.

Árið 2014 var Sindri valinn efnilegastur í 1. deildinni þegar Leiknir sigraði deildina.

Samtals hefur Sindri skoraði 17 mörk í 98 deildar og bikarleikjum á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner