Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 28. október 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
„Zlatan ekki í heimsklassa og verður ekki betri"
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports segir Zlatan Ibrahimovic ekki vera í heimsklassa og segir að hann muni ekki verða betri en hann er nú þegar hjá Manchester United.

Zlatan hefur ekki skorað í fjórum leikjum í röð hjá United eftir góða byrjun á Englandi.

Merson segir hann ekki lengur í heimsklassa jafnvel þó hann skori gegn Burnley á laugardag. Hann á ekki von á að Zlatan muni sýna mikið það sem eftir lifir tímabils.

„Zlatan Ibrahimovic var heimsklassa framherji en hann er það ekki lengur. Hann er 35 ára og er að spila í erfiðistu deild heims og ég á ekki von á að hann verði betri eftir því sem líður á tímabilið."

„Mourinho mun þó halda tryggð við hann en Zlatan gæti fengið færi gegn Burnley sem hefur gengið illa á útivelli," sagði Merson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner