Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 28. nóvember 2014 09:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Goal.com 
Berahino fór leynt með ölvunaraksturinn
Saido Berahino.
Saido Berahino.
Mynd: Getty Images
Alan Irvine, stjóri WBA, hefur upplýst um að framherjinn Saido Berahino hafi ekki sagt sér frá því að hann hafi verið handtekinn vegna ölvunaraksturs.

Berahino var handtekinn í október vegna gruns um ölvunarakstur, en málið komst upp nú í vikunni.

Irvine segist einungis hafa frétt af þessu á mánudaginn þegar Berahino hringdi í sig.

,,Símtalið var dálítið áfall að sjálfsögðu. Við vissum ekki hvað gekk á og hvernig rannsóknin stæði," sagði Irvine.

,,Ég er ekki endilega á því að hann hafi átt að koma til mín með þetta. Ég veit ekki smáatriðin í þessu og þangað til rannsókninni er ekki lokið, þá get ég bara hugsað um fótboltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner