Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. nóvember 2014 10:29
Alexander Freyr Tamimi
Leikmannamál
Heimild: Vísir.is 
Ingvar Jónsson í Start (Staðfest)
Ingvar Jónsson er genginn til liðs við Start.
Ingvar Jónsson er genginn til liðs við Start.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Start. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.is.

Ingvar skrifaði undir þriggja ára samning við Start og verður liðsfélagi þeirra Matthíasar Vilhjálmssonar og Guðmundar Kristjánssonar.

Ingvar var valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar að mati Fótbolta.net og annarra leikmanna deildarinnar á ný afstöðnu sumri, en hann átti stóran þátt í því að Stjarnan varð Íslandsmeistari.

Ingvar er 25 ára gamall og kemur frá Njarðvík, en hann hefur staðið á milli stanganna hjá Stjörnunni frá árinu 2011. Nú er hann þó farinn til Noregs.

Ingvar spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum, í 3-1 tapi gegn Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner