Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. nóvember 2014 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Ítalía um helgina - Roma fær Inter í heimsókn
Roberto Mancini er tekinn við Inter á ný. Hann stýrir liðinu gegn Roma um helgina.
Roberto Mancini er tekinn við Inter á ný. Hann stýrir liðinu gegn Roma um helgina.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon verður á ferðinni um helgina.
Hörður Björgvin Magnússon verður á ferðinni um helgina.
Mynd: Getty Images
Ítalski boltinn verður á fleygiferð um helgina þar sem 13. umferð Serie A verður leikin.

Tveir leikir fara fram á morgun þar sem Sassuolo tekur á móti Emili Hallfreðssyni og liðsfélögum hans í Verona. Chievo og Lazio eigast við í síðari leik dagsins.

Þá á Cesena, með Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, leik gegn Genoa á heimavelli klukkan 14:00 á sunnudag. Fjórir aðrir leikir fara þá fram samtímis og meðal annars spilar Milan gegn Udinese.

Meistarar Juventus mæta nágrönnum sínum í Torino klukkan 17.00 og um kvöldið fer síðan fram stórleikur helgarinnar þegar Roma og Inter eigast við á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Laugardagur:
17:00 Sassuolo - Verona
19:45 Chievo - Lazio

Sunnudagur:
14:00 Cagliari - Fiorentina
14:00 Cesena - Genoa
14:00 Empoli - Atalanta
14:00 Milan - Udinese
14:00 Palermo - Parma
17:00 Juventus - Torino
19:45 Roma - Inter

Athugasemdir
banner
banner
banner