Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. nóvember 2014 19:00
Magnús Már Einarsson
Koeman líkir Aguero við Romario
Aguero hefur raðað inn mörkum með Manchester City undanfarnar vikur.
Aguero hefur raðað inn mörkum með Manchester City undanfarnar vikur.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Southampton, hefur borið Sergio Aguero framherja Manchester City saman við fyrrum brasilíska landsliðsmanninn Romario.

Aguero hefur farið á kostum að undanförnu en hann skoraði þrennu gegn FC Bayern í vikunni og er kominn með 17 mörk í síðustu 18 leikjum.

Aguero verður í eldlínunni á sunnudag þegar Southampton og Manchester City eigast við en þessi lið eru í öðru og þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

,,Það er best að bera Aguero saman við Romario. Ég spilaði með honum á sínum tíma," sagði Koeman.

,,Stundum heldur þú að hann sé sofandi en sekúndubroti síðar hefur hann skorað. Það er mikill kostur. Það þýðir að varnarmennirnir þurfa að vera með góða einbeitingu til að passa upp á hann."
Athugasemdir
banner
banner