Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. nóvember 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
Lennon: Eiður nálægt því að semja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neil Lennon, stjóri Bolton, segir að Eiður Smári Guðjonsen sé nálægt því að semja við félagið.

Eiður hefur æft með Bolton að undanförnu og hann stóð sig vel í varliðsleik gegn Bury fyrr í vikunni.

,,Það eru jákvæð teikn á lofti," sagði Lennon á fréttamannafundi í gær.

,,Ég er ekki að segja að við séum búnir að semja, þetta veltur mikið á fjárhagslegu hliðinni, en við erum nálægt samningum."

,,Hann spilaði 75 mínútur um daginn og var virkilega góður. Ég hef heilt yfir verið ánægður með frammistöðu hans og formið hjá honum."

Eiður hefur verið án félags síðan hann fór frá Club Brugge í sumar en hann þekkir til hjá Bolton síðan hann spilaði með liðinu frá 1998 til 2000.

Eiður mun spila aftur með varaliði Bolton gegn Middlesbrough á mánudag og ekki er ólíklegt að hann semji við félagið í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner