Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. nóvember 2014 11:10
Magnús Már Einarsson
Maggi Lú verður spilandi aðstoðarþjálfari Fram (Staðfest)
Magnús Már Lúðvíksson.
Magnús Már Lúðvíksson.
Mynd: Fram
Magnús Már Lúðvíksson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram en hann yfirgaf herbúðir Vals á dögunum.

Ásamt því að spila með Fram verður hann aðstoðarþjálfari liðsins en þetta kemur fra í fréttatilkynningu frá félaginu.

Magnús eða Maggi Lú eins og hann er gjarnan kallaður er 33 ára og hokinn af reynslu.

Hann á að baki rúmlega 150 leiki í efstu deild, 50 leiki í 1. deild og 27 bikarleiki. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 2011.

Magnús Már er auk þess afar fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum. Hann spilaði alla leiki Vals í deild og bikar árin 2013 og 2014 og þótti einn besti maður liðsins.

,,Fram býður Magga Lú velkominn til félagsins og væntir mikils af samstarfinu," segir í fréttatilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner