Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. nóvember 2014 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Nesta tekur fram skóna - Spilar með Materazzi á Indlandi
Alessandro Nesta í leik með Milan
Alessandro Nesta í leik með Milan
Mynd: Getty Images
Alessandro Nesta, fyrrum leikmaður AC Milan og ítalska landsliðsins, er hættur við að leggja skóna á hilluna og hefur nú samið við Chennaiyin í indversku úrvalsdeildinni.

Nesta, sem er 38 ára gamall, er einn sigursælasti varnarmaðurinn í sögu ítalska boltans en hann vann HM með Ítalíu árið 2006 og fagnaði mörgum merkum áföngum með Milan.

Hann hóf ferilinn hjá Lazio áður en hann gekk til liðs við Milan árið 2002. Hann samdi svo við Montreal Impact fyrir tveimur árum en lék sinn síðasta leik í október á síðasta ári.

Nesta hefur nú samið við Chennaiyin í indversku ofurdeildinni en hann kemur til með að leika með Elano, Mikael Silvestre og Eric Djemba-Djemba. Þá er Marco Materazzi, fyrrum leikmaður Inter og ítalska landsliðsins, spilandi þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner