Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 28. nóvember 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Pele í betra ástandi
Pele raðaði inn mörkum fyrir brasilíska landsliðið.
Pele raðaði inn mörkum fyrir brasilíska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Pele er í betra ástandi en er enn undir sérstöku eftirliti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu í Sao Paulo.

Þessi 74 ára Brasilíumaður gekkst undir aðgerð á nýrum og hrakaði heilsu hans í kjölfarið.

Margir eru á því að Pele sé besti fótboltamaður allra tíma en hann varð heimsmeistari með Brasilíu í þrígang og raðaði inn mörkunum.

Pele leiðrétti fréttir þess efnis að hann hafi verið settur í gjörgæslu, hann hafi aðeins verið settur í sérstakt herbergi til að geta verið í friði.

„Ég þakka fyrir þá ást og hlýju sem ég hef fengið. Sem betur fer er þetta ekkert alvarlegt og ég þakka Guði," segir Pele.
Athugasemdir
banner
banner