Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 28. nóvember 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Stefanía semur við Aftureldingu
Stefanía verður áfram í Aftureldingu.
Stefanía verður áfram í Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefanía Valdimarsdóttir hefur samið við Aftureldingu og mun leika áfram með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Stefanía kom til liðs við Aftureldingu í vor og lék alls 15 leiki í Pepsi-deildinni og skoraði fjögur mörk.

Hún sem er uppalin hjá Breiðabliki var snemma talin efnileg á fótboltavellinum og á meðal annars 7 leiki með U17 kvennalandsliðinu fyrir nokkrum árum áður en hún sneri sér að frjálsum íþróttum þar sem hún varð m.a. Norðurlandameistari unglinga í 400 metra grindahlaupi svo eitthvað sé nefnt.

En fótboltinn kallaði og Stefanía gekk til liðs við Aftureldingu í vor sem fyrr segir og hefur nú samið við félagið að leika með þeim næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner