fös 28. nóvember 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Steindi Jr. spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Steindi í Batistuta treyjunni sinni.
Steindi í Batistuta treyjunni sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Newcastle skorar níu mörk samkvæmt spá Steinda.
Newcastle skorar níu mörk samkvæmt spá Steinda.
Mynd: Getty Images
Steindi á fullt af fótboltamyndum af Chamakh.
Steindi á fullt af fótboltamyndum af Chamakh.
Mynd: Getty Images
Steindi segir að Koeman hafi hringt í sig í sumar þegar Southampton var í manneklu.
Steindi segir að Koeman hafi hringt í sig í sumar þegar Southampton var í manneklu.
Mynd: Getty Images
Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar fyrir viku.

Steindi Jr fær tækifæri til að spreyta sig sem spámaður um helgina en á sunnudaginn mun þáttaröð hans ,,Hreinn skjöldur" hefja göngu sína á Stöð 2.

Steindi hefur verið grjótharður stuðningsmaður Newcastle í mörg ár en liðið hefur unnið fimm leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.

,,Það er búið að vera stanslaust partý heima hjá mér undanfarnar vikur og ég er búinn að finna gamlar úrklippur af Andy Cole og Alan Shearer sem ég er búinn að hengja upp inni í stofu," sagði Steindi hæstánægður með gengi Newcastle.

,,Ofninn hefur ekkert kólnað. hann er búinn að vera á 200 gráðum og ég hef verið að dæla út eðlum. Þetta er þvílík veisla."



West Bromwich Albion 0 - 3 Arsenal (12:45 á morgun)
Þrír leikmenn Arsenal meiðast á morgun en David Seaman myndi snúa sér við í gröfinni ef ég myndi ekki spá þeim sigri. Er hann ekki annars dauður?

Liverpool 0 - 4 Stoke (15:00 á morgun)
Liverpool er á slæmu rönni og þetta verður léttur leikur fyrir Stoke. Ég á mjög marga vini sem eru grjótharðir Púllarar eins og Svanni Pizzaface í Mosó. Ég myndi aldrei gera þeim það til geðs að tippa á Liverpool.

Burnley 2 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Hvaða lið eru þetta eiginlega? Ertu viss um að þetta sé rétt hjá þér?

Manchester United 1 - 0 Hull (15:00 á morgun)
Langar að segja Hull en ég kann ekki að bera það fram, veit ekki hvort maður segir Hull eða Húll. Svo ég verð að segja Man Utd, Auddi Blö er líka sennilega búinn að veðja húsinu sínu, allavegana bílnum.

QPR 2 - 0 Leicester (15:00 á morgun)
Leikmönnum QPR er drullusama og þeir spila ekki í legghlífum. Ég efast meira að segja um að þeir mæti í búningum í þennan leik.

Crystal Palace 3 - 2 Swansea (15:00 á morgun)
Minn maður Gylfi skorar en það dugar ekki til. Ég átti gífurlega mikið safn af fótboltamyndum með Marouane Chamakh. Það er álag á honum og hann er að taka þetta tímabil það alvarlega að hann er farinn að missa hárið. Hann klárar þennan leik fyrir Palace.

West Ham 2 - 9 Newcastle (15:00 á morgun)
Þetta verður sjónarspil fyrir augu og eyru frá Newcastle. West Ham á ekki séns og mér finnst mjög furðulegt að þeir ætli að mæta til leiks, án gríns. Það kemur gríðarlega góð orka frá Alan Shearer og Andy Cole sem verða á sínum stað í stúkunni og munu leiða liðið með andlegum stuðningi. Newcastle fær reyndar á sig tvo mörk fyrir slysni af því að "Iron" Mike Williamson verður með allt lóðrétt niðrum sig.

Sunderland 1 - 2 Chelsea (17:30 á morgun)
Því miður verð ég að segja Chelsea. Tölfræðin fer varla að klikka núna eins leiðinlegt og mér finnst það. Það er samt öllum sama um þennan leik. Hver heldur eiginlega með Chelsea?

Southampton 4 - 1 Manchester City (13:30 á sunnudag)
Ég persónulega og nokkrir aðrir sem eru með mér í Hvíta Riddaranum fengum símtal frá Ronald Koeman í sumar þar sem útlitið var frekar svart hjá Southampton og þeir voru með allt niðrum sig. Nýju gæarnir hjá Southampton eru hins vegar vel ferskir og munu taka þennan leik sannfærandi. Þeir verða með skæri og alls konar skemmtilegar brellur.

Tottenham 2 - 1 Everton (16:00 á sunnudag)
Tottenham er í ruglinu eftir að Gylfi fór. Ég hef haldið lúmskt upp á bæði lið og mér finnst þau skemmtileg. Það er líklegt að ég breyti mér í eðlumanninninn og hendi í glæsilega eðlu fyrir þennan leik áður en ég horfi á hann með snakk í naflanum. Fyrir rapparann og lífskúnstnerinn Didda Fel ætla ég að gefa Tottenham mitt atkvæði í þetta skipti.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner