Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. nóvember 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Þrír prakkarar handteknir fyrir að trufla leik Tottenham
Roberto Soldado fékk nóg af prökkurunum og reif einn þeirra úr treyjunni.
Roberto Soldado fékk nóg af prökkurunum og reif einn þeirra úr treyjunni.
Mynd: Getty Images
Þrívegis þurfti að stöðva leik Tottenham og Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi eftir að áhorfendur komu hlaupandi inn á.

Um er að ræða þrjá grínista sem mynda hópinn TrollStation en þeir heita Gomes Garcia, Nathan Brown og Dan Jarvis.

Þeir komu hlaupandi inn á í sitthvoru lagi í fyrri hálfleiknum og reyndu að taka myndir af sér með leikmönnum Tottenham áður en þeir tóku á sprett og reyndu að flýja öryggisverði.

Yevgen Aranovsky, dómari leiksins, fékk á endanum nóg eftir að leikurinn var truflaður í þriðja skipti. Aranovsky gerði hlé á leiknum í nokkrar mínútur á meðan öryggisgæsla á vellinum var aukin.

Prakkararnir hafa áður truflað ýmsa viðburði og þeir höfðu í gær sett færslur á Twitter þar sem þeir lofuðu nýju atriði um kvöldið.

Þeir voru allir handteknir fyrir athæfið og þurftu að gista í fangaklefa í nótt.

Tottenham gæti fengið sekt frá UEFA fyrir lélega öryggisgæslu á vellinum en mennirnir þrír eiga allir von á refsingu. Hér að neðan má sjá myndband og fleiri myndir af athæfinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner