Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. nóvember 2015 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Balague: Man City er að reyna að sannfæra Messi
Er Messi á leið í ensku úrvalsdeildina?
Er Messi á leið í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Guillem Balague, sérfræðingur hjá Sky Sports á Spáni, segir að Manchester City sé að reyna að sannfæra Lionel Messi um að ganga í raðir félagsins frá Barcelona.

Sun greindi frá því í gær að Messi væri í viðræðum við City, en talið er að City sé tilbúið að borga honum 800 þúsund pund í vikulaun. Pep Guardiola, stjóri Bayern og fyrrverandi stjóri Barcelona, hefur þá verið orðaður við Man City og er það talið vekja áhuga Messi.

"Við höfum nú þegar sagt frá því að þrjú ensk félög hafi rætt við fulltrúa Messi og greint frá áhuga sínum á honum," sagði Balague.

"Öll félögin eru viljug og ég er viss um að City sé eitt af þeim. Ef að Man City ræður Pep Guardiola sem þjálfara, þá gæti það svo sannarlega haft áhrif á ákvörðun Messi."

"En það verður að taka það fram að Messi er hjá Barcelona, hann vill vera áfram hjá Barcelona, en dyrna hafa aldrei verið jafn opnar og nú. Það þýðir ekki að hann sé að fara, en hann er að hlusta,"


Balague sagði einnig að ef að Messi, sem hefur skorað 431 mark í 526 leikjum fyrir Barca, myndi fara, væri það ekki af fjárhagslegum ástæðum, en skattavandamál hans á Spáni gætu þó klárlega spilað inn í.

"Þetta snýst ekki um peninga. Þetta er klárlega ekki um peninga eða það að Barcelona sé að reyna að gefa Neymar nýjan samning, það hefur ekkert með það að gera," sagði Balague.

"Þetta myndi heldur ekki vera af knattspyrnulegum ástæðum vegna þess að Barcelona er fullkomið félag fyrir hann."

"En það gæti þó haft eitthvað að gera með þá meðferð sem hann er að fá í sambandi við skattinn á Spáni, en hann telur það óréttlátt,"
sagði Balague að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner