Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Blanc: Cavani þarf að skora meira
Cavani í baráttu við Kára Árnason
Cavani í baráttu við Kára Árnason
Mynd: Getty Images
Laurent Blanc, stjóri PSG, segir að Edinson Cavani verði að skora meira en hann hefur gert til þessa á þessu tímabili.

Cavani hefur þó skorað 9 mörk í 17 leikjum á tímabilinu þrátt fyrir að spila mestmegnis á kantinum þar sem Zlatan Ibrahimovic er fyrsti kostur Blanc í stöðu fremsta manns.

Blanc viðurkennir að það kunni að hafa áhrif á leik Cavani en vill engu að síður sjá fleiri mörk frá Úrugvæjanum.

„Að vera úti á kanti þýðir að hann þarf að sinna meiri varnarvinnu en hann myndi kjósa. Það hefur kannski áhrif á markaskorunina en liðið og þjálfarateymið er ánægt með hans framlag.”

„Cavani er liðsmaður. Hann er engu að síður dæmdur á mörkunum sem hann skorar.”

„Hann er að sinna sínu hlutverki en þarf að bæta sig fyrir framan mark andstæðinganna. Að skora mörk er hluti af hans starfi og ein af ástæðunum fyrir að við keyptum hann”,
segir Blanc.

Athugasemdir
banner
banner