Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2015 17:29
Magnús Már Einarsson
Fyrrum leikmaður Hattar spilaði í ótrúlegum leik gegn Everton
Allsop ver frá Romelu Lukaku í dag.
Allsop ver frá Romelu Lukaku í dag.
Mynd: Getty Images
Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar á Egilsstöðum, spilaði í dag sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Allsop kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Bournemouth gegn Everton í ótrúlegum leik.

Hinn 23 ára gamli Allsop spilaði með Hetti í 1. deildinni fyrri hluta sumars 2012 og stóð sig mjög vel.

Allsop byrjaði tímabilið á eftir Artur Boruc og Adam Fedirici í röðinni hjá Bournemouth. Boruc hefur verið frá keppni undanfarnar vikur og í dag fór Fedirici meiddur af velli í leikhléi þegar staðan var 2-0 fyrir Everton.

Bournemouth jafnaði með tveimur mörkum undir lok venjulegs leiktíma en Ross Barkley kom Everton aftur í 3-2 á 96. mínútu. Þá átti hann skot sem fór undir Allsop, en markvörðurinn hefði átt að gera betur þar.

Leikurinn tafðist þar sem stuðningsmenn Everton komu fagnandi inn á völlinn og Bournemouth nýtti sér lengdan viðbótartíma með því að jafna 3-3 þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Athugasemdir
banner
banner