Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 28. nóvember 2015 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerry Byrne látinn
Gerry Byrne (til vinstri) heldur hér í FA-bikarinn eftir sigur á Leeds árið 1965
Gerry Byrne (til vinstri) heldur hér í FA-bikarinn eftir sigur á Leeds árið 1965
Mynd: Getty Images
Gerry Byrne, fyrrum varnamaður Liverpool og enska landsliðsins, er látinn, 77 ára að aldri.

Liverpool tilynnti um lát Byrne, sem lék lengi í vinstri bakvarðarstöðunni, en hann lék 333 leiki á sínum ferli fyrir Liverpool.

Byrne lék sinn fyrsta leik með Liverpool í september árið 1957, en þann síðasta árið 1969.

Byrne vann FA-bikarinn með Liverpool árið 1965 og hann vann þá deildina tvisvar með Liverpool og auk þess var hann hluti af heimsmeistaraliði Englands árið 1966.

"Byrne var fæddur í Liverpool og hann tryggði samræmi í vinstri bakverðinum undir stjórn Bill Shankly, en vinsældir hans voru augljósar á Anfield og mættu til að mynda 40.000 manns á heiðursleik hans árið 1970," segir í yfirlýsingu frá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner