Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. nóvember 2015 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe: Ótrúlegur endir á leiknum
Eddie Howe
Eddie Howe
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, var að vonum ánægður eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn Everton í dag.

Bournemouth sýndi mikinn karakter, en liðið lenti 2-0 undir og kom til baka. Það var þó ekki allt því Everton komst yfir í uppbótartíma, en aftur náði Bournemouth að jafna.

"Þetta var ótrúlegur endir á gríðarlegum keppnis- og jöfnum leik. Örvæntingin sem við fundum fyrir eftir að hafa fengið á okkur þetta þriðja mark er eins slæm og ég hef fundið fyrir, en gleðin sem við fundum fyrir eftir að hafa jafnað var sú besta sem ég hef fundið fyrir," sagði Howe.

"Mér fannst eins og við værum betra liðið stóran hluta leiks, þrátt fyrir að við hefðum aðeins villst af leið og fengið á okkur tvö mörk."

"Við fengum stig í dag gegn mjög góðu liði og vonandi getum við haldið því áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner