Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. nóvember 2015 17:58
Magnús Már Einarsson
Jamie Vardy búinn að slá met Van Nistelrooy (Staðfest)
Methafi!
Methafi!
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy skrifaði sig rétt í þessu í sögubækurnar í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy kom Leicester í 1-0 gegn Manchester United og varð um leið fyrsti leikmaðurinn til að skora í ellefu leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy bætti þar með met sem Ruud van Nistelrooy setti með Manchester United árið 2003.

Mikil fagnaðarlæti brutust út á King Power leikvanginum þegar Vardy skoraði enda afrekið magnað.

Hinn 28 ára gamli Vardy kom til Leicester árið 2012 eftir að hafa áður leiki með Fleetwood Town í ensku utandeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner