Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2015 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Diego Costa verður að lesa leikinn betur
Mourinho ræðir hér við Costa
Mourinho ræðir hér við Costa
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Diego Costa, sóknarmaður liðsins, verði að fara að lesa leikinn betur.

Costa skoraði 20 mörk í 26 leikjum á síðasta tímabili, en það hefur ekki gengið jafn vel hjá framherjanum á þessu tímabili.

Mourinho heldur því fram að Costa, sem skoraði sigurmarkið gegn Norwich um síðustu helgi, verði að sýna betri greind í hreyfingum sínum, vilji hann komast aftur í sitt besta form.

"Hann er ekki að lesa leikinn rétt í þessum aðgerðum. Það er mín skoðun," sagði Mourinho.

"Sem sóknarmaður þá þarf hann að lesa leikinn. Þú verður að spila, ekki þegar þú ert með boltann, heldur þegar aðrir eru með hann."

"Þú þarft að búast við að hlutirnir gerist og þú verður að lesa leikinn hraðar. Allt er uppsöfnun."
Athugasemdir
banner
banner
banner