Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 28. nóvember 2015 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Schweinsteiger: Við verðum að vinna lið eins og Leicester
Mynd: Heimasíða Manchester United
Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger gerði jöfnunarmark Manchester United í 1-1 jafntefli gegn Leicester City í dag.

Schweinsteiger var ekki sáttur með jafnteflið að leikslokum og talaði um að Rauðu djöflarnir ættu að sigra lið eins og Leicester.

„Við vitum hvernig hlaup Jamie Vardy reynir þannig að við erum alls ekki ánægðir með þetta mark sem hann gerði," sagði Schweinsteiger eftir leik.

„Markið þeirra kom eftir okkar eigin hornspyrnu. Það eru mikil vonbrigði að fá svona mark á sig, en sem betur fer var tímasetningin á jöfnunarmarkinu mínu mjög góð og við erum svekktir með að hafa ekki unnið þennan leik.

„Af hverju erum við svekktir? Því við erum Manchester United. Þegar við mætum til Leicester þá verðum við að vinna. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að vinna Leicester. Við spiluðum ekki vel.

„Við fengum fullt af plássi en sköpuðum alltof lítið af færum, við verðum að bæta okkur."


Schweinsteiger hrósaði Vardy í lok viðtalsins og óskaði honum til hamingju með að bæta markamet Ruud van Nistelrooy.

„Vardy er að spila mjög vel og er stórhættulegur leikmaður. Hann finnur góðar hlaupaleiðir og við erum svekktir með að hafa ekki komið í veg fyrir markið sem hann skoraði eftir gott hlaup."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner