Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 28. nóvember 2015 23:16
Magnús Már Einarsson
Telegraph: Guardiola vill mest taka við Man Utd
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
The Telegraph, sem er með áreiðanlegri blöðum á Englandi, er með áhugaverða frétt í kvöld. Þar er sagt að Pep Guardiola, þjálfari FC Bayern, vilji helst taka við Manchester United þegar hann skiptir næst um starf.

Hinn 44 ára gamli Guardiola verður samningslaus næsta sumar og óvissa er um framtíð hans í Þýskalandi.

Telegraph segir að Guardiola vilji taka við Manchester United þegar hann hættir hjá Bayern en óvíst er hvort hann rói á önnur mið næsta sumar eða síðar.

Bayern vill að sjálfsögðu halda Guardiola eftir frábært gengi og gera nýjan samning við hann en Spánverjinn hefur sjálfur ekki ákveðið neitt um framtíð sína ennþá.

Louis van Gaal er með samning við Manchester United til sumarsins 2017 en hann hefur áður sagt að hann ætli að hætta störfum hjá félaginu þá og setjast í helgan stein.

Ef Manchester United vill reka van Gaal næsta sumar til að fá Guardiola inn þá mun það kosta félagið sjö milljónir punda.

Sir Alex Ferguson greindi frá því á dögunum að hann hafi óformlega beðið Guardiola um að taka við Manchester United áður en hann hætti sjálfur með liðið. Þá tók Guardiola hins vegar við Bayern. Nú heldur Telegraph því fram að Guardiola sé sjálfur spenntur fyrir því að taka við United í framtíðinni.

Manchester City hefur einnig lengi haft augastað á Guardiola en hann hefur þó aldrei sýnt áhuga á að taka við því starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner