Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2015 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Umboðsmaður segir Donnarumma vera tæplega 200 milljón evra virði
Efnilegur
Efnilegur
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Mino Raiola er ekki þekktur fyrir að skafa af hlutunum.

Þessi skrautlegi umboðsmaður sinnir mörgum af helstu stjörnum evrópska fótboltans og nægir að nefna Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic.

Raiola virðist líka hafa mikla ástríðu fyrir listinni en hann líkti Pogba við frægt málverk á dögunum.

Hann fer einnig inn á svið listarinnar þegar hann er beðinn um að lýsa nýjasta skjólstæðingi sínum, undrabarninu Gianluigi Donnarumma.

„Ég myndi bera hann saman við listaverk Modigliani. Hann er 170 milljón evra virði. Hann á mjög bjarta framtíð".

„Hann er yfirnáttúrulegt undrabarn og það elska hann allir. Hann getur nú þegar litið á sig sem meistara en hann á eftir að verða stórmeistari". segir Raiola.

Hinn 16 ára gamli Donnarumma virðist vera búinn að vinna sér inn fast sæti á milli stanganna hjá AC Milan en hann hefur þótt standa sig vel síðan hann kom inn í liðið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner