Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2015 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal: Við stjórnuðum leiknum í 90 mínútur
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal var vonsvikinn með jafnteflið gegn Leicester City fyrr í dag.

Jamie Vardy kom Leicester yfir og Bastian Schweinsteiger jafnaði rétt fyrir leikhlé en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki.

„Ég er vonsvikinn, mér líður eins og við hefðum getað unnið þennan leik. Við stjórnuðum leiknum í 90 mínútur en gáfum þeim mark úr skyndisókn," sagði Van Gaal.

„Við vorum betri í síðari hálfleik en sköpuðum ekki nóg af færum. Memphis og Bastian fengu færi til að vinna leikinn en það fékk Ulloa einnig því skipulagið okkar var ekki nægilega gott þar sem McNair var byrjaður að spila sem sóknarmaður, það má hann ekki gera."

Stuðningsmenn Rauðu djöflanna voru ósáttir með spilamennsku Wayne Rooney sem var skipt af velli snemma í síðari hálfleik.

„Wayne Rooney var haltrandi og þess vegna tók ég hann útaf. Ég vildi gera sóknarskiptingu því sóknarmennirnir voru ekki að fara í nógu mörg hlaup, kannski hefði ég frekar skipt Martial útaf en ég varð að taka Rooney út."

Van Gaal hrósaði Vardy að lokum fyrir markametið sem hann bætti.

„Markamet Vardy er magnað og stórkostlegt. Hann skoraði magnað mark og það er stórkostlegt að skora 11 mörk í röð, ekki margir leikmenn geta það."
Athugasemdir
banner
banner
banner