Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2015 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy: Þetta er ótrúlegt!
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy var að vonum ánægður með að hafa bætt met Ruud van Nistelrooy þegar hann skoraði gegn Manchester United í dag.

Mark Vardy tryggði Leicester dýrmætt stig í erfiðum leik og hógværð sóknarmannsins skein í gegn í viðtali eftir leik.

„Þetta er ótrúlegt! Ég missti mig aðeins þegar ég skoraði," sagði Vardy við Sky Sports eftir leik.

„Aðalatriðið var frammistaðan, við vorum duglegir og áttum skilið að fá stigið. Það hefur verið einblínt mikið á mig og ég hef bara reynt að halda mér niðri á jörðinni. Ég reyni að hugsa ekki of mikið út í alla fjölmiðlaathyglina.

„Ég vissi að þetta yrði erfiður bardagi gegn Chris Smalling í dag og einvígi okkar voru skemmtileg í leiknum."


Vardy segir samherja sína vera vonsvikna þrátt fyrir gott stig gegn sterku liði, enda kom jöfnunarmark Rauðu djöflanna úr hornspyrnu þar sem Bastian Schweinsteiger stangaði knöttinn í netið einn og óvaldaður.

„Við erum vonsviknir með hvernig við fengum jöfnunarmarkið á okkur. Við höldum áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera, hugsum um einn leik í einu og næst er Swansea."

Vardy er markahæstur í ensku deildinni, með 14 mörk eftir jafn margar umferðir. Romelu Lukaku fylgir á eftir með 10 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner