Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
   þri 28. nóvember 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Alla dreymir um að lyfta bikarnum á HM
Heimir í Katar á dögunum.
Heimir í Katar á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir mætir á keppnisvöllinn í Katar.
Heimir mætir á keppnisvöllinn í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir á æfingu í Katar.
Heimir á æfingu í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari vonast eftir því að Íslendingar muni panta sér ferðir til Rússlands í hrönnum þegar ljóst verður á föstudag hvar keppnisstaðir landsliðsins verða.

Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir því að dregið verður í riðla á föstudaginn, klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

„Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá verður þetta bara skemmtilegt og auðvelt fyrir fólk. Það verður miklu auðveldara að fara til Rússlands en fólk gerir sér grein fyrir," segir Heimir í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net.

„Þeir sem kaupa sér miða verða „forgangsgestir" í Rússlandi. Fólk fær aðgang að strætó og lestum. Þetta verður mun auðveldara en fólk gerir sér grein fyrir. Rússarnir setja mikinn metnað í þetta og Rússland verður örugglega öruggasta land í heimi á þessum tíma. Öryggisgæslan verður góð og allar samgöngur 100%."

Árangurinn gaf ekki bara sæti á HM
Heimir vill ekki nefna neina óskamótherja á HM en er auðvitað spenntur fyrir drættinum á föstudag.

„Það verður gaman að sjá hverjir verða andstæðingar okkar og það verður ekki síður áhugavert að sjá hvar við verðum að spila, hvernig ferðalögin verða. Það verður gott að vita planið og geta skipulagt okkur. Hvenær við förum til Rússlands og hversu mikið við æfum hérna heima."

Það má segja að með þessum drætti ljúki þessu mögnuðu landsliðsári 2017.

„Það má segja það. Það er rúsína í pylsuendanum að geta farið að skipuleggja næsta ár. 2018 snýst ekki bara um júní og júlí í Rússlandi. Það eru ótrúlega spennandi tímar eftir lokakeppnina. Við viljum vera áfram í þessari stöðu og þá þurfum við að tala um framtíðina. Velgengni er stanslaust ferðalag í rétta átt. Þá verðum við að láta vita af því að þessi árangur nær miklu lengra en að við vorum að tryggja okkur til Rússlands. Við erum í efstu deild í Þjóðadeildinni og fáum þá frábæra leiki. Svo verðum við aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Það gefur okkur enn meiri möguleika á að komast á næsta EM," segir Heimir.

Mjög hörð samkeppni að komast til Rússlands
Ljóst er að breiddin hjá íslenska landsliðinu jókst talsvert meðan á undankeppni HM stóð.

„Það hefur verið meðvituð ákvörðun að gefa þeim sem eru ekki í byrjunarliðinu vináttuleikina. Það hefur virkilega hjálpað okkur í þessari keppni. Áður en kom að þessari keppni þurftum við bara á ellefu leikmönnum að halda. Við gátum nánast stillt upp sama byrjunarliði leik eftir leik. Það þótti merkilegt að við stilltum upp sama byrjunarliðinu í öllum leikjum EM. Við tókum þá ákvörðun að nýta vináttuleikina að gefa fleirum spiltíma og koma þeim inn í kerfið okkar. Breiddin hefur aukist gríðarlega. Við erum með rosalega marga jafna leikmenn sem við ætlum til að bæti sig á næsta hálfa ári því það verður mjög hörð samkeppni um að komast til Rússlands," segir Heimir.

„Það kom bersýnilega í ljós í þessari keppni hversu liðsheildin er sterk. Þrátt fyrir að það kvarnaðist úr hópnum þá komu leikmenn inn sem stimpluðu sig inn í byrjunarliðið."

Hollt að eiga stóra drauma
Heimir segir að ekki séu neinar yfirlýsingar um markmið fyrir HM í Rússlandi.

„Allavega ekki eins og staðan er núna. Við sjáum bara hvað kemur upp úr pottinum. Við eigum jafnan rétt á að vera þarna eins og aðrir, við unnum okkar riðil í Evrópu sem segir að við eigum jafn mikla möguleika og aðrir. Auðvitað vitum við að þó við eigum okkar besta leik þá getum við tapað á móti þjóðum eins og Þýskalandi, þessum rútíneruðu fótboltaþjóðum. Við höfum líka sýnt að þegar við eigum okkar besta leik þá getum við lagt nánast hvaða þjóð sem er. Nú er það okkar að gera okkar besta, vera bjartsýnir en um leið raunsæir. Það dreymir alla sem komast á HM að lyfta bikarnum. Draumur allra sem byrja að æfa fótbolta er að fá að halda á þessum bikar. Það er bara hollt að eiga stóra drauma," segir Heimir.

Leikmenn, starfslið og stjórnarmenn KSÍ hafa lært gríðarlega mikið á undanförnum árum.

„Við höfum samt engan samanburð í lokakeppni HM. Það er margfalt stærri stund en að fara í lokakeppni EM. Þarna er öll heimsbyggðin að fylgjast með. Ég held að Ísland verði uppáhalds lið ansi margra í heiminum. Hjá miklu fleirum en á EM. Við sluppum við umspilið í undankeppninni. Það voru margir sem sögðu að það hafi verið sæt saga að við komumst á EM en að þetta myndi ekki gerast aftur. Þetta var enn skemmtilegri saga og hún kveikir í heimsbyggðinni. Þetta var ekki ævintýri sem gerðist einu sinni heldur erum við búnir að viðhalda árangrinum. Það finsnt mönnum ótrúlega athyglisvert."

Hlustaðu á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan eða í Podcast forritum.
Athugasemdir
banner
banner